Hér eru kynntar einfaldar æfingar fyrir kroppinn ásamt hugleiðingu, ein æfing á hverjum degi í 30 daga. Leyfðu mér að hjálpa þér við að búa til nýjar heilsusamlegar venjur sem auka líkamlegt hreysti og skerpa hugann.
Þú hefur ævilangan aðgang að efninu, þú getur endurtekið eins oft og þú vilt!
Kúrsinn er settur þannig upp að yfir eina viku er í það minnsta ein æfing fyrir hver stór liðamót líkamans, auk öndunar- og hugleiðsluæfinga.
Ég mæli með að þú æfir þig í æfingu hvers dags fyrir sig. En þú getur líka flakkað fram og aftur í dögunum og gert þær æfingar sem höfða mest til þín oftar. Þú getur líka gert fleiri en eina æfingu á dag.
Námskeiðið kostar 3.000 kr.
Innifalið:
* 30 einfaldar æfingar útskýrðar í máli, myndum og myndböndum
* Dagleg áminning í tölvupósti
* Æviaðgangur að öllu efninu í gegnum vefinn
* Hægt er að hlaða öllu efninu niður:
* öllum myndböndum ~30 myndbönd
* öllum skjölum ~70 bls af jógaútskýringum með myndum
* Follow up símtal í lokin
Það er mitt persónulega markmið að aðstoða venjulegt fólk við að setja sér góðar venjur sem bæta líkamlegt hreysti og skerpa hugann.
Hér má finna þær leiðir sem ég hef bæði prófað á sjálfri mér og öðrum og hafa reynst vel.
Ég sagði upp starfi í banka árið 2010 til að leita uppi leiðir til að hjálpa öðrum að bæta heilsuna á einfaldan hátt á hverjum degi. Hef ástundað og kennt jóga frá árinu 2008 og stofnaði Jakkafatajóga árið 2013.